Thursday, October 13, 2011

Marmaris-ferd Japana.

Ja ble.

Nu er eg kominn heim ur 5 daga skolaferdalagi til Kyoto og Osaka, eins konar utskriftarferd (Marmaris-ferd) menntaskolanema herna. Munurinn er samt sa ad kennarar fylgdu okkur hvert sem vid forum, aftur a moti skipulogdu their lika hvert vid faerum svo thad kemur ut a eitt. En thetta var samt mjog skemmtileg ferd og eg gat sed marga merkilega hluti. Skelli inn myndum a Facebook a eftir.

Dagprogramid var eitthvad a thessa leid: Vakna klukkan 6:00, morgunmatur 6:30 (morgunmaturinn var eiginlega bara eitthvad rugl; steikt egg a salatbladi med tomatsosu, svo bara random japanskt graenmeti i saltlegi og audvitad tofu, sem var samt frekar gott), 8:00 forum vid i rutuna og svo var ferdinni oftast heitid ad einhverju hofi, sem tilheyrdu annadhvort Shinto eda Buddhatru, merkilegt ad sja. Lika merkilegt ad sja hvita ferdamenn. Eg se ekki mikid af hvitu folki herna, nema kannski i speglinum.
Sidan vorum vid ad koma heim um 18:00 og gatum tha bordad kvoldmat og fengum svo sma fritima til ad skoda verslunarhverfid sem var tharna nalaegt. Thad kom mer a ovart hversu vestraent thad var. Gat samt ekki keypt neitt nema nokkrar gjafir og ju, reyndar keypti eg ninja-stjornu.
Eftir fritimann forum vid i almenningsbad (Onsen) sem er kynjaskipt og vissulega allir kviknaktir. Mjog skemmtileg reynsla. Eftir badid, um 20:00, gatum vid chillad inna herbergi, 7 saman i herbergi, og spilad japanska leiki. Eg gleymdi vist ad segja fra thvi ad thetta 7 manna herbergi er i mesta lagi 15 fermetrar og thad er ekkert rum, vid svafum a golfinu. Einnig skemmtileg reynsla believe it or not.

Vid gerdum samt margt fleira skemmtilegt, kiktum i Universal Studios Japan i Osaka, forum a Osaka Takoyaki Museum (Takoyaki er "popular ball-shaped Japanese dumpling" svo eg vitni nu adeins i Wikipedia), iklaeddumst Kimono, sem er hefdbundinn Japanskur fatnadur, o.fl.

Thetta var semsagt mjog skemmtileg ferd. I kvold fer eg a minn fyrsta hafnaboltaleik. Hann verdur i Sapporo Dome sem er adalithrottahollin herna og tekur um 60.000 manns, semsagt frekar stor. En fyrst er thad Disney On Ice syningin eftir klukkutima. Thvi kved eg nu med videigandi ordum: Thad er enntha frekar heitt herna :)

-Ste