Sunday, August 28, 2011

Rum vika buin, what a milestone!

Hallo Islendingar. Eg var ad fatta ad islenskir stafir eru ekki vinsaelir a japonskum lyklabordum, thad gaeti thytt vesen, eins og sest (ekki "ad setjast" heldur "ad sja").

En eins og adur kom fram tha er rum vika buin og margt og mikid buid ad gerast. Eg er byrjadur i skolanum og kominn med skolabuning, sem er nett...nema thad er 30 stiga hiti herna og skolabuningurinn er semi bara jakkafot og bindi alla daga, thad er til ord yfir thad...sviti. En sem betur fer kolnar bradlega. Btw. folk er ad tala um ad thad se 40 stiga frost og 2 metra snjor herna a veturna.

Eg skil eggert i skolanum nema i enskutimum sem eru eins og fyrir 10 ara islenska krakka, Japanir eru ekkert bestir i enskunni, their halda ad R se L og ofugt. Thetta er mjoooooog ruglandi, serstaklega i byrjun. Til daemis er Class leader = crash reader, long way = rong way (wrong way) og light = right. En thetta laerist eins og allt annad og eg er kominn a skrid med skrifmalid, sem skiptist samt i thrja hluta, sma ruglandi.

Thad var haldid Welcome Party fyrir mig og Kanadiskan skiptinema, Jessie, i fyrradag. Thviligt umfang, buid ad gera veggspjold og borda og skreyta alla veggi. Svo heldum vid raedu, a ensku, eg er nokkud viss um ad svona 4 hafi skilid hana.

I gaer for eg med fjolskyldunni og vini minum og bekkjarfelaga i einn staersta skemmti/tivoligard i Japan. Thad var good stuff. Thad var meira ad segja "Go-kart drifting" braut, faranlega gaman. Thar profadi eg japanskan astarpung, sem var i fyrstu alveg eins og islenskir en svo fann eg bara heila kartoflu inni honum. Bragdgott tho. Svo keypti eg fyrstu seriuna af OC a japonsku, hversu steikt?

Samt faranlegt hversu threyttur madur er a kvoldin. Eg reyna ad hlusta og skilja eitthvad i japonskunni og er farinn ad skilja eitt og eitt ord, en thad tekur a ad halda einbeitingu og athygli allan daginn. Thad thydir samt ad eg fer nokkud snemma ad sofa og er thvi ekki threyttur i skolanum. Svolitid sem MR-ingar maettu taka til umhugsunar...DJOK, Facebook > svefn.

En eg kved i bili.
Sayonara!






Friday, August 19, 2011

Fyrsti dagurinn.

Já þá er ég mættur til Japan, eftir 15 tíma flug. Við fórum beint af flugvellinum á hótel í nokkurra mínútna fjarlægð og mættum þar klukkan 11 á staðartíma, biðum svo til 15:30 eftir herberginu...BASIC! En nú er ég kominn inná herbergi með indónesískri badmintonstjörnu. As we speak er hann að hitta sponsorana sína niðrí lobby-i...basic.

Svo er ég búinn að kynnast hressum Finnum, þeir eru 7 saman, og ég er einn, samt good.
Maturinn bíður svo á Tsuri, svo er það Tokyo á morgun! Yeah! Btw. ég fékk mér japanskan kjúkling í flugvélinni, það var samt bara einn lítill kjúklingabiti og svo var restin eitthvað steikt stúss; soðin rót, villtur sveppur, eitthvað sem leit út eins og sveppur en var það ekki, og svampur.

Djammið!


Wednesday, August 17, 2011

Flugvöllurinn eftir 7 tíma...

Já heil og sæl, nú eru blendnar tilfinningar í gangi og spennan vex með hverri mínútunni sem líður, en ég hlakka mikið til að fara og takast á við þetta ævintýri.

Þetta ferðalag er ekkert djók samt, fyrst 3 tímar til Amsterdam, þar er ég í 2 tíma (McDonalds time), svo er það straight 12 tíma flug til Tokyo og ég er að lenda þar klukkan 9 um morgun að staðartíma þannig að þá bíður eftir mér heill dagur í Tokyo, sem er alveg gúdd, en samt strembið eftir sólarhringsferðalag.

Bottom line: þetta verður ævintýri og það er mjög gúdd!

LETS DO THIS!

Monday, August 15, 2011

Bloggið komið.

Jæja, 2 dagar í brottför til Japan og bloggið er augljóslega komið upp. Það er goodshit. Ég hef ákveðið að leyfa hinni elskulegu tölvu minni að slást í för með mér til Japan svo nú er ég á fullu að fylla hana af bíómyndum og þáttum og annars konar afþreyingu sem er að sjálfsögðu öll keypt á iTunes Store...

Fyrir þá sem ekki vita þá er ferðinni heitið í skiptinám til Hokkaido eyju í Japan og dvel ég þar í heila 11 mánuði. Nú finnst mér við hæfi að enda þetta fyrsta "blogg" á smá sýnishorni af náttúrufegurð Hokkaido og aðalstolti heimaborgar minnar, en það er auðvitað Sapporo bjórinn.