Friday, June 22, 2012

Sidasta bloggid i Japan.

Ja komid thid sael enn og aftur!
Nu eru menn komnir a thann stad thegar blendnar tilfinningar fara ad gera vart vid sig og eg veit eiginlega ekki vid hverju a ad buast af komandi dogum. Nu eru rett rumar 3 vikur i ad eg held heim eftir thetta eins ars aevintyri her i Japan. Thad er enn nog eftir ad gera og hef eg varla tima til ad fara heim, en thad er vonandi ad thetta smelli allt saman i endann.
Eg aetla tho ad byrja a thvi ad segja ykkur hvad er i gangi her i Japan. Eg byrja kannski a thvi sem eg endadi a sidast: Eg tok semsagt thatt i Judo-moti her i sidasta manudi og keppti 4 bardaga, vann 2 og gerdi eitt jafntefli. Nadi thvi 2,5 stigum sem dugdu mer til ad komast afram i profid thar sem madur tharf ad syna taeknina sem madur notar i judo, hvernig a ad henda folki yfir oxlina a ser og slikt. Og viti menn, eg stodst thad prof lika og thetta tvennt thydir bara eitt, nu er eg med svarta beltid i Judo. Hversu gott er thad? Eg a samt enntha eftir ad utskrifast ur "dojo-inu" minu herna og a thvi eftir ad fa ymis plogg og skjol vardandi thad. Thessu afreki fagnadi eg med thvi ad troda i mig 1stk Big-Mac setti med vinberjagosi og McFlurry-goodshit!
Sidan fyrir 2 vikum tok eg thatt i ansi magnadri danshatid her i Sapporo sem eg hafdi verid ad aefa fyrir i ruman manud. Thetta var ordid svolitid threytt i lokin, 5 tima aefingar daglega, en ad lokum heppnadist thetta bara vel og eg, vel settur med Eye-Liner og tuberad har, var heldur betur vigalegur i skrudgongunni. Fekk meira ad segja vidtal tekid vid mig af Hokkaido TV, hlotnadist tho ekki sa heidur ad sja sjalfan mig i TV, bein upptaka thid skiljid.
Nu naesta mal a dagskra er "The School Festival" sem er eftir 2 vikur, ja viku adur en eg fer heim, og thar mun eg fremja eitt korverk og 2 leikrit, annars vegar med bekknum og hins vegar med leiklistarklubbnum, i theim sidarnefnda leik eg gellu. Bekkurinn akvad hins vegar ad gera leikrit ut fra astarsogu sem endar i hopslag, og eins og fyrir hvern hopslag tharf ad minnsta kosti nokkur heljarstokk og back-flip. Vid erum thvi, 4 strakar og ein stelpa, ad aefa heljarstokk og flikk-flakk og eg veit ekki hvad thad nu heitir en er allt heltoff engu ad sidur.
I sidustu viku kom svo Indverji hingad og gisti i 2 naetur, semsagt 2 vikna skiptinemi. Tvitugur og utskrifadur ur haskola, ahugamal: Staerdfraedi og tolvur, haed: 183, thyngd: 53kg (no joke) og hann var bara slakur ad bomba tomatsosu ut a nautakjotid sitt, sem hann bordadi einmitt i fyrsta skipti herna. Finn strakur samt, ekki min typa kannski.
Lidur nuna eins og eg se med 1stk murstein i hvorri nosinni, er med snargedveikt grasaofnaemi nefninlega. Nog um thad.
Adur en eg kem heim se eg fram ad ad fara 2 sinnum a strondina og synda i sjonum (eitthvad sem japanir gera ekki nema i 30 gradu hitanum i agust), fara i dyragard, grillparty med 14 ameriskum skiptinemum, fara a franska jazztonleika, og stussast mokk-mikid i einhverjum heimfarar undirbuningi og svo sidast en ekki sist, kvedja alla vinina og familiuna herna. Thad verdur eitthvad.
Eg lyk thvi sidasta blogginu minu herna i Japan og segi ad thetta ar sem er ad ljuka hafi verid mjog skemmtilegt, en eg get samt sagt i fullri hreinskilni ad frekar en skemmtanagildid tha er thad hversu laerdomsrikt thetta hefur verid sem stendur uppur. Eg hef oft verid pirradur og jafnvel reidur ut i hinar faranlegustu adstaedur og vandamal sem hafa komid upp her, en thetta snyst allt um hvernig madur klarar og kemur thvi sterkari ut fyrir vikid. Eg hef eignast annad heimili herna, ekki bara hja fosturfjolskyldunni heldur lika landid sjalft, Japan.
日本へ、ありがとう!
Sjaumst a Islandi!
-Ste

Monday, May 7, 2012

Golden Week

Ja komid thid sael enn og aftur!
Tha er thessi svokallada "Golden Week" buin og skolinn tekinn vid. Thessi vika er semsagt frivika i Japan og minnir svolitid a verslunarmannahelgina heima. Eg aetla adeins ad segja ykkur fra theim unadsstundum sem pryddu vikuna.
A laugardaginn i fyrir frivikuna for eg a tiskusyningu, eda eiginlega tiskuhatid, herna i Sapporo og var thad mjog skemmtileg reynsla. Sa thar japanska utgafu af Nicki Minaj og var hun med fjorar stelpur ad dansa i bakgrunni, og thegar eg segi stelpur tha meina eg 6-10 ara gamlar stelpur, thad var...sma weird.
Daginn eftir for eg med thaverandi vinkonu minni, nuverandi kaerustu, asamt fosturfjolskyldunni i klettaklifur (eg tek thad fram ad eg er ordinn rugl godur i klettaklifri), og a einhvern bondabae ad bua til armbond med thvi ad braeda gler...
Svo kom manudagur og var hann thett pakkadur. Tha fekk eg ad vigja nyju HM stuttbuxurnar fra Tokyo i tilefni thess ad hitinn var i kringum 30 gradur og ekki sky a himni. Vid kaerastan forum svo i dyragard, thar sem eg vil meina ad eg hafi sed tigrisdyr i fyrsta sinn, svo forum vid upp a eitthvad fjall sem liggur vid Sapporo og gatum dadst ad naeturhimninum og audvitad ljosadyrdinni sem Sapporo hefur uppa ad bjoda (thetta var eins og atridi ur einhverri bandariskri biomynd).
Nu a fimmtudaginn gerdist eg sjalfbodalidi fyrir Sapporo med vini minum og tyndi rusl i 3 tima i midborginni, komst i sjonvarpid fyrir thad! Svo var farid a stad sem er eins og Keiluhollin * 10.000, thad er ad segja, risastor leikjaholl med allt sem hugurinn girnist. Einna helst var thar ad finna "batting center"(hafnabolti), golfhermi, tennisvoll, poolholl, ping pong, linuskautaholl, "arcade center" og sidast en ekki sist "Relaxation Room", thar sem thu getur lagst nidur i randyra nuddstola og hlustad a Air in G eftir Bach a repeat. Good shit.
Fostudagurinn for i ferd a saedyrasafn med fosturfjolskyldunni og i eitthvad Samurai-thorp, en thad rigndi eins og djofull allan daginn svo eg eydi ekki bleki i thad (thannig sed).
Laugardagurinn var merkilegur a marga vegu, eflaust bara tvo samt; Eg byrjadi daginn a ad hlaupa halfmarathon, svokallad Toyohira Marathon, og for 21km a 1klst 38min, thad rigndi lika eins og djofull thennan dag, semsagt bara grjothart. Svo forum vid a italskan veitingastad i hadegismat og thar bordadi eg hvorki meira ne minna en 800gr af spagettii. Voru menn thvi ad afreka tvennt magnad a einum degi.
Sunnudagurinn baud minum "latnu" fotum, eftir marathonid, ekki uppa neina hvild heldur vaknadi eg kl. 5.00 til ad taka thatt i brudkaupstiskusyningu med kaerustunni og voru menn klaeddir i milljon krona tuxedo, 3 stykki. No joke.
Thetta var thvi bara nokkud vel heppnud "Golden Week", thratt fyrir rigningardjoful, nu thegar marathonid er buid tekur vid judomot eftir 2 vikur, svo danshatid eftir manud og svo skolahatid eftir tvo, thar verdum vid leiklistarklubburinn med okkar 4. syningu. Hversu mikid nennir madur thvi samt? Vid sjaum til.
Eg kved ykkur med mynd af okkur parinu i brudkaupstiskusyningunni!
Lifid heil!
-Ste

Tuesday, April 3, 2012

Goods*** i Tokyo

Jaeja min kaeru, tha er madur kominn heim fra Tokyo og aetla eg i tilefni thess ad blogga sma um tha aevintyraferd.

Hun byrjadi um morguninn thann 26. mars. Fosturmamma keyrdi mig uta flugvoll, 2 tima akstur, og tok svo vid 2 tima flug til Tokyo. I barattunni vid eirdarleysid a leidinni var eg vopnadur bokinni "Gamlinginn" asamt minum 300 Sudoku thrautum, ekkert nema good stuff.

Thegar eg lenti i Tokyo maetti mer lestarkerfi fra helviti, allavega vid fyrstu syn. Eg valdi ur theim 30 leidum sem i bodu voru eina sem atti vist ad fara a retta stod en eftir 4 stopp tok lestin uppa thvi ad keyra bara i hina attina til baka ad flugvellinum. Thar fann eg nu retta lest og klukkutima sidar maetti eg i Sendirad Islands i Tokyo. Thar var eg bodinn velkominn af yndislegu sendiherrafjolskyldunni sem thar byr og fekk eg kaffi og ponnukokur ad haetti Islendinga. Thess ma geta ad thetta var i fyrsta skipti sem eg hitti Islendinga i Japan og baud tilefnid thvi naestum uppa ad poppa champagne.

Vid sonur sendiherrans forum til Shibuya thar sem finna ma staerstu gatnamot i heimi, likist maurabui, og fylgdumst vid spenntir med thvi a efri haed Starbucks, lepjandi "mer-er-drull-hversu-gellulegur-thessi-drykkur-er", A.K.A. mofucking Caramel Mocha Frappuchino!! Svo gerdist eg menningarlegur og for ad skoda sofn og sa thar Japanska myndlist, gomul Samurai sverd, Samurai brynjur og slikt. Thvi naest for eg i Akihabara ad kaupa mer 16GB USB a thusundkall, en a leidinni vard eg fyrir thvi areiti ad, thar sem eg er frekar turistalegur, tha var mer bodid "Special Offer" sem hljodadi svo: "Sexual massage for only 4000\" (for you my friend), eg sagdi honum, a Islensku, ad ermarnar a jakkafotunum hans vaeru of stuttar fyrir hendurnar og hann aetti ad lata sersnida sin naestu jakkafot. Hann tok thvi thannig ad eg vaeri eitthvad veikur a gedi og bakkadi bara haegt i burtu. Thessir Japanir...

A fostudagskvoldid forum vid sonur sendiherrans ut ad borda a frekar finan stad, vid fengum nefninlega "Dinner Voucher" uppa 15.000kr a mann gefins fra sendiradinu. Thad var bara svona rett sma goodshit verd eg ad segja. Svo a laugardagskvoldid forum vid a Gonpachi, sem thid thekkid eflaust ekki nema biddu biddu, er thad kannski stadurinn thar sem Lucy Liu var halshoggvin i Kill Bill? Ja, mikid rett, og thar sem 88 gaurar med samurai sverd var lika slatrad i somu mynd. Thad var lika sma nett.
En toppurinn var samt a laugardaginn thegar vid fengum gefins mida a tonleika fra sendiradinu. Vid vissum i raun ekkert hvernig tonleikar thetta yrdu, eg skaut a Jazz, nema hvad ad thegar vid tekkudum a heimasidu tonleikanna og saum dagskranna var okkur heldur brugdid, dagskrain hljodadi svo;

Pixie Lott, Ezealia Banks m. DJ, Bobby Burns, Afrojack, BigBang, David Guetta og ju, svo komu lika LMFAO!!

Thvi for sunnudagurinn i 8 tima Party Rock stuss sem koronadi ferdina algjorlega.


Nuna tekur vid hellad aefingarprogram hja leiklistarklubbnum, 7 tima aefing a hverjum degi fram ad 22. april en tha synum vid nidri midbae i atvinnuleikhusi. Thar sem eg er med adalhlutverk og goooodan slatta af linum tharf madur ad radast a thetta af fullum krafti. Thess ma svo geta ad eg leik Japana, thratt fyrir augljosa utlitstengda mismuni, og ber eg thvi nafnid 中山アキラ。

Sorry for party rocking,

-Ste

Friday, February 17, 2012

19 ara i Japan.


Ja mossud og sael!

Nu er eg bara ordinn 19 ara og thad i Japan. Thvi aetla eg ad segja ykkur adeins fra afmaelinu minu asamt odrum vel voldum uppakomum. Byrjum a afmaelinu: eg vard semsagt 19 ara herna i japan sidasta sunnudag, vard tho taeknilega ekki ordinn nitjan fyrr en a manudagsmorgun, timamismunur thid skiljid. Vid fosturfjoldskyldan forum ut ad borda a einhvern japanskan stad a fostudaginn og gerdist thar i raun ekkert merkilegt nema kannski ad fosturpabbinn helt sma raedu og undirstrikadi ad eg vaeri ordinn partur af fjolskyldunni og ad hann liti a mig sem son. Eg get skrifad undir thad enda ekkert slaemt um fosturfjolskylduna ad segja.
Nu eftir thad forum vid a klakasyningu nidri midbae thar sem buid var ad gera godann slatta af klakaskulpturum og thad var einnig verid ad hella i sig a klakabar, eg gat ekki tekid thatt i thvi, her er eg ju bara barn.
Svo a sunnudeginum, afmaelisdeginum, forum vid a Toyota Big Air snjobretta-keppnina og thar horfdi eg og hvatti afram okkar mann, Halldor Helgason, sem er, ad mer skilst, kominn i heimsklassa a snjobretti. Eg gat tho ekki hitt hann og tekid i spadann en let mer naegja ad standa uppi stuku med islenska fana-hufu og veifa til hans og oskra. Gaman lika ad segja fra thvi ad hann var fyrsti islendingurinn sem eg hef sed sidan eg kom til Japan. Sma steikt.

Thad sem vakti samt mesta lukku hja mer hvad vardar afmaelid var ad thegar eg kom i skolann a manudaginn helt bekkurinn surprise-party fyrir mig sem mun hafa verid mitt fyrsta surprise-partyid. Thau voru med confetti og allt, svaka fint! Svo fekk eg stort veggspjald trodfullt af gulum midum thar sem hver og einn i bekknum hafdi skrifad afmaeliskvedju, svo thurfi eg ad taka thetta heim med mer og halda a thessu eins og asni i 50 minutur i straeto. Monnum var samt bara drull.

Svo var natturulega valentinusardagurinn a thridjudaginn og hann fer thannig fram i Japan ad stelpurnar gefa strakunum sukkuladi eda brownies og er venjan thannig ad thvi vinsaelli sem thu ert thvi fleiri sukkuladigjafir faerdu. Eg fekk 28 stykki sem telst bara nokkud gott og fyllti thad 3 heila gjafapoka, eg verd thvi eitthvad fram i april ad stuta thessu. Kem thvi eflaust akfeitur heim, nei nema bara ekki, buinn ad skra mig i halfmarathon, og er byrjadur ad aefa fyrir thad, i -20 gradunum. Grjothart!

I gaer for eg i sma ferd i litid sjavarthorp (250.000 manns) og fekk thar taekifaeri til ad sja sjoinn i fyrsta sinn i Hokkaido, thar sem eg by. Mikid hef eg saknad thess ad sja sjoinn, sem vid islendingar sjaum nanast daglega. Svo for eg a saedyrasafn og sa fullt af saedyrum...verd ad segja ad fjolublau marglytturnar voru langnettastar, hefdi ekkert a moti thvi ad eiga marglyttu sem gaeludyr, madur gaelir samt ekki mikid vid marglyttur..eh..eh..eh.

Thad er thvi mikid um ad vera thessa dagana og er naest a dagskra thridja profavikan herna thar sem eg tek engin prof, aetla thess i stad ad reyna ad aefa mig eitthvad a piano, annar hlutur sem eg er farinn ad sakna mikid, kemst bara i piano i thessum profavikum.
Eg enda kannski a thvi ad segja ykkur ad eg er kominn med thridja hlutverkid i leiklistarklubbnum og er thad langstaerst af thvi sem eg hef fengid hingad til. Eg tharf virkilega ad leggja mig fram thvi thad er mikill texti og er hann natturulega allur a japonsku. En thetta verdur bara gaman, minn karakter heitir Akira Nakayama og mun eg eigi svara odru nafni hedan i fra. Djok.


Bless i bili! Njotid thess ad drukkna ekki i snjo, her er snjorinn 3-4 metrar!

-Ste

Friday, January 27, 2012

Nytt ar i Japan.

Ja heil og sael!

Nu er bara komid nytt ar herna i Japan, uppfullt af taekifaerum til alls. Eg aetla ad segja ykkur adeins fra aramotunum herna i Japan. Eftir roleg og tidindalitil jol bjost eg vid einhverri bombu um aramotin, heho, sem kom tho aldrei thvi tho jolin hofdu verid roleg tha gerist thad ekki rolegra en aramotin i japan. Ekki thad ad folk fagni ekki aramotunum. Japanir gera thad bara adeins odruvisi en vid islendingar sem "poppum" kampavin og skjotum upp rakettum i tonnatali. Their borda saman sushi, sashimi og russneskan krabba, very good, og leggjast svo allir a baen og bida i rolegheitum eftir nyja arinu. Thats it. Thar til a nyarsdag, audvitad. Tha byrja sko alvoru baenahold og allir arka i hofin og bida oft klukkutimum saman til ad komast ad og gefa jafnvel nokkra aura, eda nokkur yen, til meistara Buddha. Thannig voru nu aramotin hja mer og er tilfinningin enn frekar skrytin ad hafa misst af hatidunum a Islandi thvi thott eg se vel medvitadur um ad thad se kominn januar og bratt februar, tha er undirmedvitundin enn ad bida eftir jolunum sem aldrei komu.

En nog um thad, mer datt i hug ad skrifa um reynslu sem eg atti herna i sidustu viku sem er eflaust mjog lysandi fyrir menninguna herna: Vid fosturmamman vorum a sunnudaginn i sidustu viku i einhverju rugli og hofdum ekkert ad gera, planid fyrir daginn var: Fara i bokabud. Vid forum tho eftir tha ferd i leit ad MacAttack (McDonaldinho) en urdum ad saetta okkur vid minnsta Twister i heimi a meistara Kenny (eda KFC, fyrir noobs) og pontudum med thvi 2 stk. franskar, held eg. Forum svo heim til fosturafa til ad snaeda thar, bara til ad komast ad thvi ad i pokanum var bara 1 stk. franskar (ekki ein fronsk, einn poki af fronskum). Thetta mun hafa verid skammtur fosturmommunnar sem vantadi og thar sem hun er rongu megin vid kjorthyngdina let hun ekki bjoda ser svona rugl og hringdi um hael i "emergency" numer KFC og fekk samband vid "assistant manager" sem hun svo reifst vid i um 10 minutur, og eg stod nu eiginlega med henni (the customer is always right, right?). Eftir simtalid lidu adrar 10 minutur thar til bankad var a dyrnar og vid thaer stod sa hinn sami "assistant manager" med storan KFC poka stutfullann af fronskum, kjuklingabitum og gosi. Hann kom inn, helt stutta afsokunarraedu, og var skjalfandi ur stressi allan timann, hneigdi sig svo djupt og lengi og afhenti auka-matinn. Eg vorkenndi greyid manninum sem var tharna i minum huga buinn ad endurgreida mistokin milljonfallt, og i sarabot gaf fosturmamman honum kaffi. Japan er svo sannarlega land kurteisinnar.

Ad lokum vil eg adeins tala um frekar nyja tilfinningu sem er thessa dagana ad heltaka mig (dramatiskt ekki satt?). Thetta er einhvers konar ringulreid hugans sem orsakast, ad eg held, af eftirfarandi; I skolanum tala eg bara japonsku og hlusta thess vegna bara a japonsku, thad ad skilja ekki neitt var threytandi en nuna thegar eg skil mikid en tho ekki allt tharf eg virkilega ad vera vakandi og med allar gattir opnar og thad reynir vissulega a skilningarvitin, sidan, thar sem eg er ordinn mikill lestrarhestur a ensku tharf eg ad skipta yfir i enskuna i allavega nokkra tima a dag, loks hugsa eg enntha mest a islensku, tho thad komi fyrir ad eg hugsi a ensku ef ekki japonsku! Eg er thvi a hverjum degi ad vinna med og skipta a milli thriggja tungumala og verd thvi a kvoldin oft mjog threyttur og sljor og jafnvel halfrugladur. Og til ad fullvissa ykkur um ad eg se ordinn gedveikur (eda thannig) tha slae eg stundum upp samtali vid sjalfan mig a donsku, bara upp a fjolbreytnina.

Nu er naest a dagskra ad na svarta beltinu i judo, klara thridju leiksyninguna med leiklistarklubbnum, fara til Tokyo i vikufri i mars og ja, svo er eg kominn i rokkband i skolanum sem trommari thratt fyrir litla sem enga reynslu a trommunum. Eg aelta ad gera mitt besta, thydir ekkert annad.


Jaeja, nu aetla eg ad detta i mynd og sma sukk. Bless in the bil.

-Ste